Kalt loft vestan frá Hudsonflóa í Kanada berst í veg fyrir hlýrra og rakara sem ættað er af Atlantshafinu segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Stefnumótið verður syðst á Grænlandi, við Hvarf.

Úr verður nokkuð dæmigerð lægð. Hins vegar frekar ódæmigerð fyrir árstímann, því þegar líður á vorið dregur mjög úr líkum á stefnumóti sem þessu í hlutfalli við minni fyrirferð kalda loftsins.

Líkan Bresku Veðurstofunnar, Met Office gerir ráð fyrir lægð 974 hPa á sunnanveður Grænlandssundi á hádegi á morgun. Líkön ECMWF og GFS eru með lægðina á svipuðum stað og þrýstingur í miðju sá sami.

Það verður ferð á lægðinni um Grænlandssund og miðjunni spáð til ANA skammt norður af Straumnesi.

Hvassast verður í strengnum sunnan lægðarmiðjunnar. Þetta er suðvestanröst sem nær ofan úr hálofunum og slengir sér niður til yfirborðs af stormstyrk einkum um vestan- og norðvestanvert landið. Hvað hvassast í eftirmiðdaginn.

Gular vindviðvaranir hafa verið gefnar út. https://www.vedur.is/vidvaranir

Þætti vart frásagnarvert að hausti eða á veturna, en síðari hluta maí eru slíkar lægðir fremur fáséðar. Slær þó ekki út enn dýpri lægð sem fór austur með suðurströndinni 15. maí, kalda vorið 2015, sem flestir muna væntanlega enn eða hvað?

Mynd/af facebooksíðu Einar Sveinbjörnssonar