Í dag eru níu mánuðir síðan fréttasíðan Trölli.is fór í loftið. Viðtökurnar hafa verið með eindæmum góðar og langt fram úr björtustu vonum forsvarsmanna Trölla.

Þessa níu mánuði hafa verið settar inn 1.428 fréttir og flettingarnar á síðunni verið 474.791.

Við þökkum lesendum okkar kærlega fyrir viðtökurnar og munum leitast við að halda úti sprelllifandi og fræðandi fréttavef þar sem nánast ekkert er okkur óviðkomandi.

Einnig munum við leitast við að viðhalda og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku fólks í málefnum líðandi stundar.