Sápuboltamótið vinsæla í Ólafsfirði var haldið á laugardaginn.

28 lið voru skráð til leiks og ríkti mikill keppnisandi og gleði meðal þátttakenda.

Liðin voru afar litrík og voru í ár 16 aðkomulið.

Mótshaldarar og ábyrgðarmenn mótsins eru þeir: Ásgeir Frímanns, Friðrik Vestmann, Friðrik Örn, Grétar Áki, Heimir Ingi, Jóhann Þór, Viktor Freyr, Daníel Ísak og Örn Elí og þóttu þeir standa sig afburða vel.

Liðið Júllurnar sigraði mótið og lék úrslitaleik við Beljur á svelli, Flinstones Farm fengu verðlaun fyrir búninga, FC Timbraðir var valið lið mótsins fyrir skemmtilegheit, Sindri Valdimarsson fékk nafnbótina byltukóngur mótsins og Helgi Barðason skellti besta marki mótsins í netið.

Farandbikarinn sem Júllurnar fengu í sinn hlut er 30 kíló að þyngd og er nafn sigurliðsins grafið í steininn.

Lokahóf og ball var síðan haldið í Tjarnaborg þar sem mannskapurinn dansaði fram á rauða nótt.

Guðný Ágústdóttir mætti með myndavélina og eins og sjá má hér að neðan var mikið stuð og gaman í Ólafsfirði á laugardaginn.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: Guðný Ágústsdóttir