Samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á borðspilum sem framkvæmd var þann 10. desember var oftast 1.500- 2.000 kr. munur á hæsta og lægsta verði á spilum.

Algengast var að 20-40% munur væri á hæsta og lægsta verði á spilum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var 10. desember. Í krónum talið var munur á hæsta og lægsta verði oftast 1.500- 2.000 kr. en mesti verðmunur á spili var 3.000 kr.

Verslunin Margt og mikið var oftast með hæsta verðið en A4 oftast með lægsta verðið en þessa dagana er afsláttur af spilum og púslum í A4. Verslunin Spilavinir var með mesta úrvalið.

Könnunina í heild sinni má nálgast hér: https://bit.ly/2LxATGl

Mynd/ASÍ