Söngkonan Móeiður Júníusdóttir, betur þekkt sem Móa, er komin með nýtt lag sem ber heitið „The End of the Tunnels“.

Þar sameinar hún á ný krafta sína með Gunnari Inga Guðmundssyni og Bjarka Jónssyni, sem unnu einnig með henni að sólóplötu hennar sem kom út hjá Tommy Boy Records skömmu fyrir aldamótin 2000.

Lagið sem komið er í spilun á FM Trölla, dregur upp nostalgískan rafpopphljóðheim með andlegum undirtón í textanum, þar sem Móa heldur áfram að móta sinn sérkennilega stíl sem sameinar tilfinninganæmi og rafræna dýpt.

Lagið á Spotify

Stefán Arnar Gunnlaugsson sá um upptökustjórn.