Mokkakaka

Botn:

  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 1 ½ dl mjólk
  • 4 ½  dl hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 150 gr smjör
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 msk kakó

Glassúr:

  • 3 ½  dl flórsykur
  • 50 gr brætt smjör
  • 4 msk kaffi
  • 1 msk kakó
  • 2 tsk vanillusykur
  • kókosmjöl til að setja yfir kökuna

Hitið ofninn í 225°. Hrærið egg og sykur létt og ljóst. Blandið hveiti og lyftidufti saman og hrærið saman við eggjablönduna á víxl við mjólk og brætt smjör. Hrærið að lokum kakói og vanillusykri saman við deigið. Setjið deigið í skúffukökuform sem hefur verið klætt með bökunarpappír og bakið í ofninum í ca 15 mínútur.

Hrærið hráefnunum í glassúrinn saman og breiðið yfir kökuna. Stráið að lokum kókosmjöli yfir.


Uppskrift: 
Ljúfmeti og lekkerheit