Múlaberg SI 22 var svipt veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Brottkastið fór fram í febrúar þegar skipið var að djúpkarfaveiðum fyrir sunnan land.

Að sögn Ólafs Marteinssonar framkvæmdastjóra Rammans var það einn skipverji sem ekki er fastur maður á skipinu, sem stóð fyrir brottkastinu.

Eftirlitsmaður var um borð og stóð manninn að athæfinu. Aðrir skipverjar og útgerðin líða fyrir þetta vonda og óskiljanlega verk og eru raunar berskjölduð fyrir því þegar ásetningur er um brot sem þetta.

Þarna var um lítið magn að ræða af fiskum sem venjulega eru verðlausir  s.s. geirnyt og gjölni en þorski var líka hent.

Múlaberg SI 22 hefur rúmar veiðiheimildir og áhöfn og útgerð þurfa á öllum afla sem um borð kemur að halda.


Mynd: Ingvar Erlingsson