Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Froosh jarðarberja, banana & guava hristingi (smoothie) 250 ml og 150 ml sem Core heildsala flytur inn vegna þess að varan stóðst ekki gæðaeftirlit framleiðslunnar. Myglueitrið patulin greindist of hátt í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Froosh
- Vöruheiti: Froosh Jarðarberja, Banana & Guava
- Framleiðandi: Fazer
- Innflytjandi: Core heildsala
- Framleiðsluland: Svíþjóð
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: 150 ml 3.8.2024, 1,9.2024, 7.9.2024. 250 ml 4.8.2024, 6.10.2024, 13. 10.2024
- Geymsluskilyrði: Kælivara eftir opnun
- Dreifing: Bónus, Krónan, Samkaup, Hagkaup, Melabúðin og Fjarðarkaup
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til innflytjanda Core heildsölu, Víkurhvarf 1, Kópavogi.