Fjällbacka var frægur túristabær löngu áður en Camila Läckberg byrjaði að skrifa sínar glæpasögur með dularfullum morðgátum í þessu fallega umhverfi.
“Hér eru líklega bara framin falleg morð…” hugsaði ég og gat ómögulega séð það fyrir mér að fólk spásseraði um í þessu dásamlega umhverfi með morð í huga.
Greinarhöfundur hefur komið þarna áður en þá um vetur og óhætt er að segja að það er allt önnur upplifun að koma hingað um hásumar.
Sjá grein hér frá 2017 með mögum ljósmyndum og meiri sögulegum bakgrunni.
Þetta er stórkostlega fallegur staður þar sem hafnarsvæðið er miðbærinn og hjarta staðarins og allt saman landmegin rammað inn í klettaumhverfi og skerjagarð hafsmegin.
Ég var þarna enn og aftur í heimsókn hjá góðum vinum en þau fluttu nýlega í aðra leiguíbúð nálægt kirkjunni sem stendur hátt og frá svölunum þeirra er dásamlegt útsyni yfir allt hafnarsvæðið og þar er mikið líf allan sólarhringinn þessa dagana.
Bátar af öllum stærðum og gerðum koma og fara stanslaust og manni leiðist aldrei að horfa yfir þessa skerjagarðsdýrð.
Hér á eftir kemur ljósmyndsaga og það þarf ekkert að eyða mörgum orðum til þess að útskýra þessa dásemd. Flestar eru teknar í Fjällbacka, nokkrar í Grebbestad sem er stærra bæjarfélag þarna rétt hjá og síðan einstaka aðrar myndir úr nágrenninu. (Sjá nánar á yfirlitskorti í lok greinar)
Og svo eru þarna nokkrar gómsætar Sænskar matarréttar myndir líka.
Forréttur
Aðalréttur
Eftirréttur
Grebbestad
Kungshamn
Sotenäs
Ljósmyndir og texti: Jón Ólafur Björgvinsson
Heimildir eru að mestu fengnar úr munnlegum samræðum og vísað er í aðrar heimildir í gegnum netslóðir í greininni.