Laugardaginn 21. júlí hélt skíðafélag Ólafsfjarðar Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum.

Að sögn Kristjáns Haukssonar gekk mótshaldið ljómandi vel. “Keppendur voru ánægðir með brautina, merkingar og starf okkar í Skíðafélagi Ólafsfjarðar Við fengum auðvitað mikla hjálp frá Hjólreiðafélagi Akureyrar sem hélt þetta mót með okkur. En við erum bara mjög sátt og vonumst til að fjallahjólamót sé komið til að vera áfram hjá okkur. Allavega eigum við orðið fjallahjólabraut sem verður opin og nú getum við farið skipulega í að laga hana og gera hana enn skemmtilegri.”

Brautin þótti skemmtileg og erfið eins og sjá má á þessum myndum sem Guðný Ágústsdóttir tók af mótinu. Látum myndirnar tala sínu máli.

Hér má sjá frekari fréttir frá mótinu: Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum í Ólafsfirði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Myndir: Guðný Ágústsdóttir

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir