Á 725. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi Maríu Bjarkar Ingvarsdóttur f.h. fjölmiðilsins N4, ásamt ályktun N4 vegna tillagna fjárlaganefndar um niðurskurð á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla.
Efni erindis er að óska eftir fjárstuðningi 11 sveitarfélaga í fjórðungnum. Nefnt er að tilefni erindis sé ekki síst sú staðreynd að Akureyrarbær hafi sagt upp samningi við félagið og að nokkur fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að leggja málinu lið með jafnhárri upphæð og sveitarfélögin sem erindið fengu leggi til verkefnisins.
Markmið félagsins er að efna til samstarfs að lágmarki fimm sveitarfélaga en helst allra ellefu sem erindið fengu til að safna 16 milljónum króna sem nýtist til að auka sýnileika svæðisins með stöðugri þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleiru.
Bæjarráð samþykkti að fresta afgreiðslu erindis.