Á 769. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi hestamannafélagsins Gnýfara þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að skuldastöðu félagsins.
Erindinu hafði verið vísað til gerðar fjárhagsáætlunar en bæjarráð sá sér ekki fært að verða við erindinu.
Trölli.is hefur áður fjallað um skuldarstöðu Gnýfara.
Gnýfari óskar eftir fyrirframgreiddum rekstrarstyrk
Einnig kom fram erindi hestamannafélagsins Gnýfara er snýr að þeirri ósk félagsins að þegar mokað er frá Brimvöllum að reiðskemmu verði afleggjarinn upp í efnisnámuna og gamli afleggjarinn að Kleifarvegi einnig mokaðir. Erindinu var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023 en bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Einnig var annað erindi hestamannafélagsins Gnýfara þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð leggi til kr. 225.000 vegna endurnýjunar á ræsisrörum í reiðvegi frá Lagarengi fram að Garðsá. Erindinu hafði verið vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð leggur til að athugað verði hvort verkefnið rúmist innan þeirra fjárheimilda sem var veitt til svæðis Hestamannafélagsins Gnýfara vestan Ólafsfjarðar óss (mál nr. 2208005).