Í áraraðir hafa nemendur í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri komið í skipulagða námsferð til Siglufjarðar, og heimsótt m.a. Síldarminjasafnið.
Á mánudaginn tók Síldarminjasafnið á móti tæplega 100 hressum menntskælingum og voru þau frædd um síldarsöguna, störf síldarkvenna og sjómanna – og allt þar á milli.
Mynd og heimild/Síldarminjasafn Íslands