Allir staðnemar MTR sem staddir voru í skólanum 27. apríl og nokkrir starfsmenn tóku sig til og
tíndu rusl í poka.

Farið var vítt um Ólafsfjarðarbæ, nágrenni skólans og íþróttamannvirkja, í kirkjugarðinn, á Flæðurnar og víðar. Af nógu mun hafa verið að taka og sáu bæjarstarfsmenn um að koma ruslinu sem tínt var á viðeigandi stað. Þetta átak nemenda var í tilefni stóra plokkdagsins sem var síðastliðinn laugardag.

Eftir hreinsunina bauð skólinn nemum og starfsmönnum upp á pitsur sem runnu ljúflega niður. 

Sjá Myndir

Myndir/ SMH