Í upphafi var það hákarl og síðan kom síld…

… Þannig er hægt að lýsa sköpunarsögu Siglufjarðar í örfáum, orðum, en oftast hefur síldveiði sagan mikla sögulega yfirburði yfir hákarla sögunni, en seinna í haust verður hákarlaveiði tímanum lyft betur fram á sjónarsviðið í nýrri bók.

Þessi hákalaveiðiskipa saga, hefur hingað til aðallega verðið sögð og smíðuð í hálf ósýnilegum bílskúr við Eyrargötuna heima á Sigló. Fyrir guðdómlega tilviljun hitti undirritaður sumarið 2014, bátalíkana smiðinn og sögumanninn Njörð Sæberg Jóhannsson og með myndavél á maganum var mér boði í heimsókn inn í þennan heilaga bílskúr, sem er í rauninni hákarlaskipa smíðastöð.

Úr þessari heimsókn varð stutt grein sem birtist á sigló.is Sjá meira hér: Snillingar bæjarins! Bátasmiðurinn Njörður

Ég vitna hér í mín eigin orð frá 2014 um þessa makalaust merkilegu heimsókn:

Bílskúrinn er hlýlegur og Njörður byrjar strax að segja frá bátnum sem hann er með í smíðum núna.

“Þessi hákarlabátur hét Haffrúin og var í eigu Björns Skúlasonar frá Vík í Héðinsfirði og hann fórst 10 apríl 1864 við Hraunsmúlaskaga við Skagaströnd…………..”

Hér byrjar langur fyrirlestur og ég gleymi stund og stað. Sé fyrir mér hið harða líf sjómannsins í baráttunni við óblíð veðuröfl á opnum bátum……………..

Því miður get ég ekki skrifað allt niður sem Njörður segir um sögu bátanna en við skulum hafa það alveg á hreinu að þessi snillingur veit allt og þá meina ég virkilega ALLT, sem hægt er að vita um söguna, veiðifærin, verkfærin, akkeri o.s.frv.

Allt þetta hefur hann líka smíðað í smækkaðri mynd. “Þetta tilheyrir sögu bátanna” segir Njörður og ég sé hvernig augun ljóma og lifna við þegar hann segir söguna og hendurnar eru ákaft notaðar til að áhersluauka. Njörður bendir einnig á að það sé mikilvægt að rétt sé farið með staðreyndir og annað sem tilheyrir þessum bátum.

Ég minnist þess að hafa hugsað sumarið 2014:
Guð minn góður, þessi frásögn er efni í heila bók og nú er það loksins að raungerast, því með digri aðstoð frá sjálfum sóknarpresti okkar Siglfirðinga, Séra Sigurði Ægissyni og útgáfufélaginu, Hólar ehf fer þessi bók í prentun 10 september og þar verður 25 þessara hákarlaskipa líkana Njarðar gerð ítarleg skil, sem og sögunum á bak við upprunalegu fleyin.

Bókin er um leið afmælisrit Njarðar, sem varð áttræður fyrr á árinu, og því er það tilvalið fyrir alla sem vilja eignast bókina, að slá til og kaupa hana fyrir fram á áskriftarverði, sem er kr. 8000, og senda honum um leið kveðju, sem mun birtist í bókinni.

Áskriftarnetfang: holar@holabok.is eða gegnum síma 692-8508.

Sigurður Ægisson gefur okkur hér í stuttu máli greinagóða lýsingu á efnisinnihaldi bókarinnar:

“Enginn núlifandi Íslendingur þekkir betur til báta- og skipasögu Norðlendinga á 19. öld en Siglfirðingurinn og hagleiksmaðurinn Njörður Sæberg Jóhannsson (1945-), enda hefur hann um árabil leitað heimilda og grandskoðað það sem fundist hefur, einkum í Fljótum í Skagafirði, en einnig austar, við utanverðan Eyjafjörð, og vestar, allt að Skagaströnd. Njörður á ættir að rekja til mikilla skipasmiða og hefur á síðustu árum fengist við það í frístundum að smíða líkön gamalla sögufrægra hákarlaskipa á téðu landsvæði, og skrá þannig sögu þeirra á nýjan og athyglisverðan hátt, í hlutföllunum 1 á móti 12….”

“…Og handverkið er ekkert venjulegt, heldur allt unnið ofan í minnstu smáatriði, jafnt neðan þilja sem ofan.” (Sigurður Ægisson 2025)

Hér neðar má sjá myndaalbúm sem sýna okkur þessa miklu nákvæmni vinnu, sem Njörður leggur í smáatriðin og til gaman má geta að hann notar t.d. bor sem er 0,30 mm. (aðeins þykkri en mannshár) til að bora göt fyrir um og yfir 4000 nagla sem fara í skipasmíðina.

(Smelltu á mynd og hún birtist þér þá stærri)

Ljósmyndari: JÓB

Það er mjög svo gleðjandi að þessi bók um hákarlaskipa sögu og smíðar Njarðar sé að fara í prentun, því að er okkur öllum mikil guðsgjöf að þessi Siglfirski snillingur, býr yfir slíkum einstökum hæfileikum og nákvæmni, sem fá okkar myndu hafa þolinmæði og úthald í.

Það er með eindæmum gaman að fá að hitta og lesa um alvöru alþýðufólk sem leggur sálu sína að veði í sögu söfnun og smíðar, sem varðveita okkar sameiginlegu horfnu Íslandssögu.

Sjá t.d. meira hér:

MINNINGAMYNDASAGAN SEM ALÞÝÐA ÍSLANDS SAFNAR OG SMÍÐAR

Sjá einnig fleiri myndir hér á sigló.is:
Njörður og Haffrúin. 48 myndir

Höfundur og ljósmyndari:
Jón Ólafur Björgvinsson .

Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/

Forsíðu ljósmynd:
Ljósmyndari: JÓB.

Heimildir:
Vísað er í ýmsar heimildir í greininni.