Yfir 500 manns voru saman komin í íþróttahúsinu í Ólafsfirði þegar söngkeppnin NorðurOrg fór fram s.l. föstudagskvöld.
FM Trölli sendi út beint frá keppninni og var hlustun gríðarleg á meðan á útsendingunni stóð.
Keppnin er undankeppni fyrir söngkeppni Samfés, sem mun fara fram í Laugardalshöll 23. mars í vor.
Alls voru það 9 félagsmiðstöðvar á Norðurlandi sem sendu keppendur til leiks, en 5 þeirra voru valin til að taka þátt í Samfés-keppninni syðra. Auk þess mættu krakkar og umsjónarfólk frá fleiri félagsmiðstöðvum en þeim sem sendu keppendur.
Þátttakendur í NorðurOrgi voru að þessu sinni:
(stjörnumerkt atriði komust áfram og keppa á Samfés)
Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri – lagið: Stand by me – Söngur: Katla Tryggvadóttir.
* Friður – Skagafirði – lagið: Secret love song – Söngur: Halldóra Árný Halldórsdóttir. Undirleikarar og bakraddir: Magnús, Sunna, Óskar, Jón og Erna.
Tún – Húsavík – lagið: Jealous – Söngur: Hafdís Inga Kristjánsdóttir.
* Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri – lagið: When the Party is over – Söngur: Elva Sól Káradóttir.
Skjólið – Blönduós – lagið: Ekkert breytir því – Söngur: Jóhanna Björk Auðunsdóttir. Undirleikari: Ísól Katla Róbertsdóttir á píanó.
* Týr – Dalvík. – lagið: Don´t think twice it´s all right – Söngur: Þormar Ernir Guðmundsson. Undirleikari: Þorsteinn Jakob Klmenzson á gítar.
Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri – lagið: All I want – Söngur: Rebekka Hvönn Valsdóttir.
* Neon – Fjallabyggð – lagið: Back to black – Söngur: Ronja Helgadóttir. Undirleikarar og bakraddir: Júlíus, Tryggvi, Hörður, Mikael og Kristján.
* Óríon – Hvammstangi – lagið: Shallow – Söngur: Jóhann Smári Reynisson.
Að lokinni keppni var ball til kl. 23:00:00 og krakkarnir brenndu hitaeiningum í stórum stíl. Plötusnúður var Sveinbjörn Hjalti Sigurðsson. Að því loknu var haldið heim á leið, flestir í rútum og sumir langt að komnir.
Hægt er að hlusta á upptöku af útsendingu FM Trölla hér fyrir neðan: