Í nýliðnum júní gaf dúóið Brak út aðra plötu sína.


Platan heitir Embracing Forward og er fyrsta platan sem kemur út frá Brak síðan 2004.


Fyrsta lagið af plötunni, Inside, kom út á Spotify í fyrra og hefur verið streymt þar í um 70.000 skipti.
Einnig hefur lagið Cry for you nú þegar hljómað í útvarpi.

Á plötunni eru ellefu lög sem samin eru af meðlimum Braks, þeim Haraldi Gunnlaugssyni og Hafþóri Ragnarssyni. Vinnsla plötunnar hefur tekið tíma þar sem meðlimir Braks búa í sitthvoru landinu, Haraldur í Seattle í Bandaríkjunum og Hafþór á Íslandi, en með hjálp tækninnar má flytja fjöll. Hjalti Thorarinsson í Studio Hill í Seattle sá um hljóðblöndun og Kevin Younkins í hinu sögufræga Robert Lang Studio, Seattle masteraði plötuna.


Fjöldi hljóðfæraleikara lagði dúóinu lið á plötunni og tvær afburða gestasöngkonur koma einnig við sögu, Jóhanna Karen og Nanna Kristín Johansen. Umfjöllunarefnið er af ýmsum toga, en mannlegi þátturinn er yfirleitt skammt undan.
Embracing Forward er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.

Platan á Spotify