Á 723. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 22. nóvember 2021, unnið að ósk bæjarstjórnar í framhaldi bókunar hafnarstjórnar á 123. fundi hennar.
Í minnisblaðinu var farið yfir umhverfisúrbætur á svæðinu vestan við Óskarsbryggju, úrbætur felast í jöfnun svæðisins, fegrun, mótunar malargatna og annarra úrbóta. Bæjarráð samþykkti að fela deildarstjóra tæknideildar að láta vinna verkið í samræmi við framlagt minnisblað.
Einnig var lögð er fram umsögn deildarstjóra tæknideildar dags. 4. nóvember 2021, umsögnin er unnin í framhaldi af beiðni bæjarráðs frá 699. fundi ráðsins. Í umsögninni leggur deildarstjóri til að farið verði í breytingu á gildandi deiliskipulagi með þeim hætti að útvíkka mörk þess til austurs þ.e. að mörkum hafnarsvæðis.
Einnig er lagt til að inn á stækkað deiliskipulagssvæði verði sett gata sem hljóti nafnið Óskarsgata og verði hún m.a. aðkoma að lóð Primex.
Bæjarráð samþykkti tillögu deildarstjóra tæknideildar og felur honum að hefja vinnu við breytingu deiliskipulags.