Aðalfundur Siglfirðingafélagsins var haldinn í safnaðarheimili Bústaðakirkju í gær, þriðjudaginn 30. okt. kl.20.00
Glatt var á hjalla og veglegar veitingar á boðstólnum.

.
Ný stjórn Siglfirðingafélagsins var kosin og tók Jónas Skúlason, fyrrverandi varaformaður við formennskunni af Rakel Fleckenstein Björnsdóttur, sem hætti eftir 8 ár á formannsstóli. Aðrir sem hlutu kosningu eru þau Hlöðver Sigurðsson, Birgir Gunnarsson, Gunnhildur Gígja Þórisdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir og Margrét Birgisdóttir.

.

Jónas Skúlason, formaður Siglfirðingafélagsins.

.

.

.

.
Myndir: Siglfirðingafélagið