Nýjar heimsóknareglur á HSN Siglufirði frá 8. október.
Hver íbúi má aðeins fá tvær heimsóknir í viku og aðeins frá nánum aðstandenda.
Heimsóknir aðeins leyfðar frá kl 13:00 – 17:00.
Heimsóknagestur á að vera með grímu og fara beint inn á herbergi viðkomandi og dvelja þar (óheimilt er að staldra við á göngum deildarinnar til að spjalla).
Til greina kemur að íbúi fari í bíltúr með heimsóknagesti ef allra varúðarráðstafana er gætt.
Þeir sem eru með einhver einkenni eða hafa hugsanlega umgengist einhvern sem gæti hafa komist í tæri við smit, komi alls ekki í heimsókn.
Þeir sem hafa verið nýlega þar sem mikið er um smit s.s. á höfuborgarsvæðinu, komi ekki í heimsókn.
Undanþágur er hægt að veita frá þessum reglum ef um alvarleg veikindi er að ræða.