Á 179 fundi. bæjarstjórnar Fjallabyggðar var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 21.11.2019. Þar kemur fram að tvö tilboð bárust í endurnýjun á vatnsdælum vegna neysluvatns á Siglufirði:

Aflhlutir ehf. kr. 2.950.000
Vélar ehf. kr. 1.590.000

Lagt var til við bæjarráð að tilboði Véla ehf. verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboð Véla ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi, kr. 1.590.000 í vatnsdælur vegna neysluvatns á Siglufirði.

Kostnaður kemur til greiðslu á árinu 2020 og er innan fjárhagsáætlunar 2020.