“Vefarinn mikli” er fyrsta lagið sem kemur út af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar Nýríka Nonna sem hefur fengið nafnið “För”.
Lagið er hressandi popprokk jafn íslenskt og verðtryggingin og fall krónunnar.
Textinn fjallar um “know it all” týpur sem fyrirfinnast í öllum fjölskyldum. “Iss það er nú ekkert…hann Einar frændi minn…” og svo framvegis….það tengja allir við þetta.
Upptökur fóru fram í Hljóðsmiðjunni í Hveragerði og um takkana hélt Pétur Hjaltested (Eik/Friðryk/og svo framvegis og svo framvegis).
Í Nýríka Nonna sér Logi Már Einarsson um bassaleik og söng, Óskar Torfi Þorvaldsson lemur húðir og Guðlaugur Hjaltason sér um gítarleik og söng.
Reiknað er með að platan “För” komi út maí/júní 2019. Rokkum áfram!
Hér er hægt að hlusta á lagið, sem einnig er komið í spilun á FM Trölla.