Umferðarþjónustan hjá Vegagerðinni voru að gefa út nýtt hálendiskort sem þegar hefur tekið gildi, eftirfarandi breytingar hafa gerðar frá síðustu útgáfu hálendiskortsins:
Fjallabaksleið nyrðri (208): Búið er að aflétta akstursbanni frá Sprengisandsleið (26) og að Landmannalaugavegi (F224). Vegurinn er skráður ófær.
Fjallabaksleið nyrðri (F208): Búið er að aflétta akstursbanni frá Búlandi og upp að Hólaskjóli. Vegurinn er skráður ófær.
Landmannalaugavegur (F224): Búið er að aflétta akstursbanni á veginum en hann er skráður ófær.
Veiðivatnaleið (F228): Búið er að opna veginn fyrir 4×4.
Arnarvatnsheiði (578): Opnað var fyrir 4×4 að sunnanverðu upp að Norðlingafljóti sem og að norðanverðu upp að Arnarvatni stóra. Ennþá er þó akstursbann á kaflanum milli Arnarvatns stóra og brúarinnar yfir Norðlingafljót.
Öskjuleið (F88): Búið er að aflétta akstursbanni frá Hringvegi (1) og inn að gatnamótum við Austurleið (F910)
Flateyjardalsvegur (F899): Vegurinn var opnaður fyrir 4×4.
Arnardalsleið (F905) Búið er að opna veginn fyrir 4×4.
Brúarvegur (907) Búið er að opna veginn fyrir 4×4.
Austurleið (F910): Búið er að opna Austurleið (F910) fyrir 4×4 frá Kárahnjúkum og að gatnamótum við Arnardalsleið. Einnig er búið er að aflétta akstursbanni frá gatnamótum við Öskjuleið (F88) og inn að skálum við Dreka.
Kortið má nálgast: Hér