Út er komið nýtt lag sem Slagarasveitin var að senda frá sér og nefnist „Alla Leið“.
Þar mætast popp og rokktónlist með tilþrifum og nútímalegum hljómi sem gæti glatt aðdáendur hljómsveita á borð við U2.
Lagið sömdu Ragnar Karl Ingason og Geir Karlsson, en textinn er eftir Skúla Þórðarson.
Söngvarinn Kristinn Rúnar Víglundsson fer hér með aðalhlutverkið og lætur ljós sitt skína í flutningnum.

Lagið sameinar sterka laglínu, grípandi texta og kraftmikinn og smekklegan hljóðheim þar sem bæði melódía og gítarar fá að njóta sín ásamt öðrum hljóðfærum auk radda.
„Alla Leið“ er ferskt framlag á íslenskan tónlistarmarkað og vekur vonir um að ná til breiðs hóps hlustenda.
Dóri í Neptúnus sá um upptökur og mix.
Lagið er komið í massa-spilun á FM Trölla og einnig aðgengilegt á helstu streymisveitum á borð við Spotify.