- Opinn samráðsfundur mennta- og barnamálaráðherra um framtíðarskipulag skólaþjónustu á Íslandi verður haldinn mánudaginn 5. júní kl. 10:00–16:00 í Silfurbergi í Hörpu.
- Fundurinn markar þann síðasta í opna samráðsferlinu og er nýtt skipulag skólaþjónustu að taka á sig mynd.
- Markmið fundarins er að fá endurgjöf sem flestra aðila úr skólakerfinu og annarra áhugasamra til að móta heppilegustu útfærsluna. Niðurstöðurnar verða nýttar við gerð frumvarps til laga um heildstæða skólaþjónustu á Íslandi sem stefnt er að því að birta í samráðsgátt í haust.
- Mikill áhugi er á málinu í skólasamfélaginu og víðar og gríðarleg þátttaka í samráðinu:
- Yfir fjögur hundruð hafa skráð sig á samráðsfund í Hörpu á morgun.
- Samráðsferlið hófst í nóvember á opnum kynningarfundi um áform um ný heildarlög um skólaþjónustu með vel á þriðja hundrað þátttakendum.
- Í vetur tóku m.a. um þrjú hundruð manns þátt í rafrænum samráðsfundum og hafa meira en þúsund börn og ungmenni tekið þátt í ferlinu með fjölbreyttum hætti.
- Yfir fjögur hundruð manns sóttu þjóðfund um framtíð skólaþjónustu í Hörpu 6. mars sl. Í kjölfarið voru jafnframt haldnir þjóðfundir heima í héraði víða um land.
- Á fundinum verða m.a. kynntar niðurstöður þjóðfundar um framtíð skólaþjónustu og þjóðfunda í héraði sem haldnir voru í mars sl.
- Mennta- og barnamálaráðherra og fleiri viðmælendur verða á staðnum.
- Streymi af samráðsfundi um framtíðarskipan skólaþjónustu, ásamt dagskrá
Hér er streymiskóði sem fjölmiðlum er frjálst að nýta. Framsaga 10:00-11:40 og pallborðsumræður 15:30-16:00 verða í streymi:
Hér er event linkur: