Í þættinum Tónlistin í dag verða spiluð ný lög, notuð lög og gömul lög, eins og óskráð lög gera ráð fyrir.
Morgan Wallen er rétt tæplega þrítugur kántrísöngvari og lagahöfundur frá Tennessee í bandaríkjunum. Hann var að gefa út nýja plötu og verða spiluð tvö lög af henni í þættinum í dag.
Daniil er íslenskur rappari/söngvari sem var að gefa út sína aðra plötu á föstudaginn var, 24. mars.
Platan heitir 600 og inniheldur 8 lög. Platan er unnin með próducerunum Tommy og Matthíasi Eyfjörð.
Áður hefur lagið EF ÞEIR VILJA BEEF með Joey Christ sem er á plötunni komið út. Lagið hefur notið mikilla vinsælda síðustu mánuði og hefur nú verið streymt yfir milljón sinnum á Spotify.
Þátturinn er á dagskrá klukkan 13:00 til 14:00 á FM Trölla og á trölli.is
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.