Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 1. janúar 2021, sæmdi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Einn af þeim var Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari í Ólafsfirði, sem hlaut riddarakrossinn fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð.
Trölli.is óskar Birni Þór til hamingju með heiðurinn.
Mynd/forseti.is