Olga Gísladóttir lætur af störfum skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar um næstu mánaðamót. Olga hefur ötullega sinnt menntun leikskólabarna í 39 ár, fyrst í Leikskóla Ólafsfjarðar og síðar Leikskóla Fjallabyggðar eða frá árinu 2010.

Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldið þakkarhóf til heiðurs Olgu þar sem samstarfsmenn hennar áttu saman ánægjulega kvöldstund og þökkuðu Olgu fyrir ómetanlegt framlag hennar til menntunar barna í Fjallabyggð.

Fjallabyggð þakkar Olgu farsælt og óeigingjarnt starf og býður nýtt stjórnunarteymi undir forystu Kristínar Maríu H. Karlsdóttur velkomið til starfa.

Á myndinni má sjá Olgu Gísladóttur fráfarandi leikskólastjóra og Kristínu M.H. Karlsdóttur tilvonandi leikskólastjóra.

Mynd/Fjallabyggð