Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka verður með opið hús/gallerí í dag á milli 12:00 – 18:00. Þar verður hún með til sýnis bútasaumsteppi sín og annað handverk sem hún hefur unnið í bútasaum. Sjá facebooksíðu, Velferðarteppi Ólafar.

Þetta var hugdetta sem ég fékk sagði Ólöf. Við eigum stóran bílskúr sem er tilvalinn í að nota sem gallerí yfir sumartímann. Svo eru allir búnir að halda sig til hlés vegna covid svo það er tilvalið að losa aðeins um og skoða falleg barnateppi/veggteppi/kúruteppi ásamt einhverjum smáhlutum.

Allir velkomnir að koma við, fá sér kaffisopa og skoða fallegt handverk,

Sjá fyrri fréttir.
ÓLÖF Á TANNSTAÐABAKKA STYRKIR VELFERÐARSJÓÐ HÚNAÞINGS VESTRA
LÆTUR EKKI PARKINSONS SJÚKDÓMINN STÖÐVA SIG
VIÐTAL VIÐ HJÓNIN Á TANNSTAÐABAKKA
VEGLEG GJÖF TIL VELFERÐARSJÓÐS

Velferðarteppi Ólafar