FM Trölli og Trolli.is standa fyrir opnum framboðsfundi á Rauðku, á morgun, þriðjudaginn 22. maí. Fundurinn hefst kl 17:30 og mun standa í allt að eina og hálfa klukkustund.

Framboðin þrjú í Fjallabyggð senda tvo fulltrúa á fundinn, hvert framboð.

Farið verður yfir helstu áherslumál framboðanna og gestum gefinn kostur á að varpa fram spurningum um stefnuskrár framboðanna.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á FM Trölla.

Umsjónarmaður: Gunnar Smári Helgason, og til aðstoðar þau Ómar Hauksson Siglufirði og María Bjarney Leifsdóttir Ólafsfirði.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Gunnar Smári Helgason