Eins og Trölli.is greindi frá nýlega er komið fram nýtt frumvarp um lánakerfi námsmanna sem er hugsað til að taka við gamla LÍN. Nýja kerfið heitir Menntasjóður.
Haldnir verða opnir kynningarfundir um nýtt stuðningskerfi fyrir námsmenn í vikunni. Frumvarp um Menntasjóð námsmanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra mælti nýlega fyrir á Alþingi, felur í sér grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi námsstuðnings hér á landi. Í því felst meðal annars að lánþegar fá 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns ef þeir ljúka námi innan ákveðins tíma og námsmenn með börn á framfæri beinan stuðning í stað lána áður.
Fundirnir verða sem hér segir:
Í Stúdentakjallaranum, þriðjudagskvöldið 19. nóvember kl. 20.
Í Háskólanum á Akureyri, föstudaginn 22. nóvember kl. 15.
Kynningarfundir er einnig fyrirhugaður í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólanum á Bifröst (tímasetningar auglýstar síðar).
Fundirnir eru skipulagðir í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta og nemendafélög háskólanna.