Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar eru tvær.

 

 

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði
Hvanneyrarbraut 52
Sími: 464-9170

Fjölnota íþróttasalur, tækjasalur.
Sundhöllin á Siglufirði er innilaug  10 x 25 metrar.  Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna.

Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði
Tjarnarstíg 1
Sími: 464 9250

Við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði er sundlaug 8 x25 metrar, 2 heitir pottar 38° og 40° heitir og er annar m/nuddi.
Fosslaug og barnalaug eru vinsælar og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol. Hún er mjög vinsæl

Löglegt íþróttahús er á staðnum og ágætis tækjasalur.

Sundlaug Ólafsfjarðar var byggð í sjálfboðavinnu félaga í Íþróttafélaginu Sameiningu á árunum 1943 – 1945 og var síðan afhent Ólafsfjarðarbæ og hún vígð sunnudaginn 1. júlí 1945. Fyrst til að stinga sér í sundlaugina var Freydís Bernharðsdóttir þá 10 ára. Árið 2010 var sundlaugin og svæðið endurgert í núverandi mynd.