Ísland notar um milljón tonn af olíu árlega sem kostar um 100 milljarða króna sem jafngildir verðmæti alls afla úr sjó við Ísland í 6 mánuði.

Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla hafa opnað nýjan upplýsingavef https://orkuskipti.is/

Á vefnum eru aðgengilegar upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum.

Markmið stjórnvalda er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti eru nauðsynleg til að ná þessum markmiðum og stuðla um leið að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands.

Orkuskipti ganga út á að hætta að nota óendurnýjanlega orkugjafa eins og olíu og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatn, jarðvarma, vind og sól.

Skýrsla sem EFLA vann um efnahagsleg áhrif orkuskipta.