Lagt var á fram 763. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar minnisblað deildarstjóra tæknideildar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um ástand vatnsbóla í Fjallabyggð.

Bæjarráð þakkaði deildarstjóra tæknideildar og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir minnisblað og kostnaðaráætlun.

Bæjarráð óskar eftir því að verkefnið verði fullhannað á árinu 2022 og komi inn á framkvæmdaáætlun 2023.