Nú er óveðrið að ganga niður norðan heiða og færð að verða skapleg á nýjan leik. Hefðbundin kennsla féll niður í MTR í gær en nú er búið að opna Ólafsfjarðarmúla og ættu nemendur að komast í skólann í dag.
Skíðaunnendur ættu að kætast því snjó hefur kyngt niður og er mjög gott útlit fyrir gott skíðafæri í Fjallabyggð á næstunni.
Þótt veður hafi verið vont brá Guðný Ágústsdóttir sér út í óveðrið um helgina með myndavélina og fangaði Vetur konung eins og myndirnar hér að neðan bera með sér.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Myndir: Guðný Ágústsdóttir