Í námunni á Gránumóum í Skagafirði er svæði þar sem leyfilegt er að losa sig við steypuúrgang og malbik.
Eitthvað virðast sumir ekki kunna að virða það að þarna megi einungis losa steypuúrgang og malbik og hafa hent þarna öðru rusli eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Biðlað er til fólks að fara með allt rusl í Flokku og Förgu, þar er aðstaða glæsileg til þess að taka á móti sorpi af þessu tagi.
Þeir sem hafa hent þarna sorpi eru vinsamlegast beðnir um að fara og taka til eftir sig.
Myndir/skagafjordur.is