Pastagratín

  • soðið pasta
  • kjötsósa (steikið 1 bakka af nautahakki, kryddið og setjið niðursoðna tómata eða pastasósu yfir og látið sjóða saman)
  • kirsuberjatómatar
  • vorlaukur
  • mozzarella ostur

Ostasósa

  • 4 dl rjómi
  • 100 g beikonsmurostur
  • 1-2 dl rifinn ostur
  • salt og pipar

Hitið ofninn í 220°. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Steikið nautahakk og kryddið eftir smekk. Setjið góða pastasósu eða niðursoðna tómata yfir og látið sjóða saman.

Setjið rjóma í pott ásamt beikonsmurostinum og látið suðuna koma upp. Bætið rifnum osti í pottinn og látið bráðna saman við. Saltið og piprið og takið af hitanum.

Setjið pastað í eldfast mót og hellið kjötsósunni yfir. Skerið kirsuberjatómata í tvennt og setjið yfir kjötsósuna ásamt niðurskornum vorlauki. Hellið ostasósu yfir og endið á að strá rifnum mozzarella yfir.

Setjið í ofn í um 20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit