Eins og íbúar Fjallabyggðar hafa orðið varir við eru ljósastaurar víða ljóslausir.
Umræða hefur skapast á meðal bæjarbúa og sendar hafa verið inn fyrirspurnir til bæjarráðs vegna þessa skorts á lýsingu við þjóðveginn í þéttbýli í Fjallabyggð. Sjá frétt: UMFERÐAÖRYGGI Í FJALLABYGGÐ
Bæjarbúi einn ræddi við Vegagerðina á Akureyri sem ber ábyrgð á viðhaldi ljósastauranna. Þar fékk hann það svar að ekki hefðu verið pantaðar aukaperur eða aðrir varahlutir í ljósin þar sem á að skipta út staurunum í sumar.
Annar íbúi kvartaði til yfirstjórnar Vegagerðarinnar og fékk það svar að málið yrði tekið upp á næsta yfirstjórnarfundi Vegagerðarinnar.
Bæjarbúum finnst óásættanlegt að götur þar sem skólabörn eiga leið um, séu koldimmar og að öryggi barna í bænum sé stefnt í hættu.
Forsíðumynd var tekin af Birni Valdimarssyni við Aðalgötuna á Ólafsfirði þar sem börn þurfa að fara yfir á leið til skóla og íþróttamannvirkja.