Plötuspilarinn er á dagskrá FM Trölla í dag kl. 17 og þá mun Oskar Brown, stjórnandi þáttarins, bjóða hlustendum upp á frábæra tónlistarblöndu þar sem ægir saman gömlum og nýjum lögum með tónlistarfólki víðsvegar að úr heiminum. Á meðal þeirra sem að koma við sögu í þættinum í dag eru Big Brother & The Holding Company ásamt Janis Joplin, Bubbi Morthens, Ender Bender,  Matthew Wilder, Of Monsters And Men, September og Tómas Welding, Thundermother, UB40, og Þursaflokkurinn.

Ekki gleyma að hlusta á þáttinn á https://trolli.is/

Útsendingatíðni FM Trölla er FM 103.7 fyrir þá sem búa í Eyjafirði, í Ólafsfirði, á Siglufirði, í Skagafirði eða á Hvammstanga.