Oskar Brown þáttastjórnandi á FM Trölla er nýkominn heim til Englands frá Kanaríeyjum.
Þáttur Oskars, Plötuspilarinn, er á dagskrá FM Trölla á föstudögum en í dag verður því miður að fresta þættinum vegna þess að Covid náði Oskari í lok dvalarinnar á Tenerife. Hósti, hiti og höfuðverkur eru ekki góðir ferðafélagar í útvarpsþætti svo við sendum Oskari batakveðjur og hlökkum til næsta þáttar.
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af þeim þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Svo er auðvitað alltaf hægt að hlusta á FM Trölla hér á vefnum trolli.is