Poppvélin skipuð þeim Örlygi Smára, Sólveigu Ásgeirssdóttur og Valgeiri Magnússyni sendir nú frá sér sitt annað lag; Komdu með.

Það lag fylgir eftir laginu Sumardans sem hefur gert það mjög gott í sumar og er m.a. eitt af mest spiluðu lögum Bylgjunar þetta sumarið og sat í 12 vikur á topp 20 lista Bylgjunnar.

Nýja lagið heitir Komdu með og er lagið eftir Örlyg Smára og textinn eftir Sólveigu Ásgeirsdóttur.

Lagið er gefið út af Hands Up Music ehf og kom út 11. Ágúst á streymisveitum.

Örlygur Smári hefur samið fjöldan allan af stórsmellum m.a. Allt fyrir ástina, International og Betra Líf með Páli Óskari, Je Ne Sais Quoi með Heru Björku, Ég á líf fyrir Eurovision 2013, Give Me Sexy með Haffa Haff og Tell Me sem keppti í Eurovision áriið 2000.

Sólveig Ásgeirsdóttir  hefur búið og sungið mikið erlendis undanfarin ár, nú síðast hjá Sunwing entertainment þar sem hún ferðaist á milli Sunwing hótela við Miðjarðarhafið með söngflokki.

Valgeir hefur samið fjöldann allan af textum við þekkt dægurlög m.a. fyrir Aron Hannes, Heru Björku og Björgvin Halldórsson.

“Ég er mjög spennt fyrir þessu lagi og lýsir textinn því hvernig fólk þarf á öðru fólki að halda. Orkan sem verður til við samveru er okkur svo mikilvæg. Við viljium, skemmta okkur saman.” Segir Sólveig um nýja lagið frá Poppvélinni.


Hér er linkur á lagið á Spotify: https://open.spotify.com/track/2ExVr79x2PIS7vMLwQ67yX?si=ebd9be1d40b043a8

Á forsíðumynd: Poppvélin, Öryglur, Sólveig, Valgeir

Nafn lags: Komdu með
Höfundur lags: Örlygur Smári
Höfundur texta: Sólveig Ásgeirsdóttir
Upptökustjórn: Örlygur Smári

Aðsent