Jóhann lítur til Magnúsar.
Myndir fengnar hjá; Brek: af Facebooksíðu Brek. Magnús Eiríksson: ismus.is (myndin er samansett)

Eins og Trölli.is hefur greint frá áður fór hljómsveitin Brek í hljóðver fyrir stuttu og tók upp sína útgáfu af laginu góða eftir Magnús Eiríksson, Ef þú ert mér hjá.
Í stuttu viðtali við þáttarstjórnanada segir Jóhann Ingi, gítarleikari og söngvari í Brek, frá því hvers vegna þau fóru í þetta litla fallega verkefni. Viðtalið verður spilað í þættinum Tónlistin í dag.

Einnig verða spiluð ný og önnur notuð lög eins og venjulega í þessu þætti, en lítið verður um tal og kynningar.
Tónlistin verður svo í fríi á sunnudaginn kemur, 22. ágúst en mætir aftur þann 29. ágúst með fullt af fjöri.

Fylgist með þættinum Tónlistin á FM Trölla í dag kl 15:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is