Puy linsurósmarín og hvítlaukssúpa (uppskrift frá Ebbu Guðnýju)
1 stór blaðlaukur eða 2 litlir
1 1/2 dl grænar/brúnar/puy linsur
6-8 hvítlauksrif, pressuð
1 1/2 tsk. Himalaya- eða sjávarsalt
2 msk. lífrænn gerlaus grænmetiskraftur
1 krukka maukaðir tómatar
500 ml vatn
3-4 greinar ferskt rósmarín
1 1/2 msk. timjan (þurrkað)
4-6 gulrætur (ferð eftir stærð – 4 stórar eða 6 fremur litlar)
250 ml rjómi (1 peli)
1 stiki af sellerí
smá cayenne pipar
Graslaukur til að skreyta með í lokin og bragðbæta (má sleppa)
Skerið blaðlauk, sellerí og gulrætur smátt. Hitið smá vatn í botni á rúmgóðum potti og steikið grænmetið. Bætið hvítlauk saman við og síðan hráefnunum hverju á fætur öðru. Látið sjóða þar til baunirnar eru orðnar mjúkar, gott er að láta súpuna sjóða við vægan hita í um 30 mínútur.
Berið fram með góðu brauði.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit