Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Raffó ehf sem er jafnframt lægstbjóðandi.

Úr fundargerð Bæjarráðs Fjallabyggðar 21. maí 2019:

2. 1903002 – Götulýsing 1. áfangi
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 20. maí 2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð vegna útskipta í ljóskerjum og stólpum götulýsingar.

Eftirfarandi tilboð bárust :

Ingvi Óskarsson ehf 28.105.600
Raffó ehf 21.255.984
Kostnaðaráætlun 20.434.000

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Raffó ehf sem er jafnframt lægstbjóðandi.

 

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.