FRÍS kallast rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla og var hún haldin í fyrsta sinn vorið 2021. Í ár taka 13 skólar þátt og er keppt í þremur tölvuleikjum eins og venjan er. Leikirnir að þessu sinni eru Counter-Strike 2, Rocket League og Valorant. Keppnin hófst í lok janúar með deildarkeppni í hverjum leik og að þeim loknum var ljóst hvaða skólar kæmust í 8 liða úrslit. Þær viðureignir sem eftir eru eru í beinni útsendingu á sjónvarpsrásinni Stöð 2 eSport hvert miðvikudagskvöld næstu vikurnar. Fyrsta viðureign í 8 liða úrslitum var 6. mars og okkar menn mæta Fjölbrautaskóla Garðabæjar þann 27. mars. Þá kemur í ljós hvort þeir komast áfram í undanúrslit.

Lið MTR skipa Björn Ægir, Hlynur Snær, Ingólfur Gylfi, Jason Karl, Jóhann Auðunsson, Kristján Már, Skarphéðinn Þór, Viktor Smári og Viljar Þór og hafa þeir flestir tekið áfanga í rafíþróttum við skólann undanfarnar annir.

Mynd/Gísli Kristinsson