Rafmagnslaust er á Tröllaskaga þessa stundina.
Rafmagnstruflun er á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Grenivík svo Trölla sé kunnugt um.
Trölli.is mun birta frekari fréttir um leið og þær berast.
Frétt uppfærð kl. 16:47: Allt sem tengist aðveitustöðinni til Dalvíkur er úti, unnið er að viðgerð.
Siglufjörður og Ólafsfjörður eru komnir með rafmang, skv. samtali við Rarik er ekki vitað á þessari stundu hvað gerðist annað en spennir í aðveitustöðinni á Dalvík fór út.
Rarik hefur birt fréttatilkynningu vegna rafmagnsleysisins og hægt er að sjá það á kortasjá.
Verið er að vinna í að byggja upp kerfið sem fór mjög illa í óveðrinu á dögunum.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof