Vegna vinnu í aðveitustöð í Varmahlíð verður rafmagnslaust í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 7. júní frá miðnætti til kl 04:00.

Varaafl verður keyrt á Sauðárkróki en ekki er hægt að útiloka rafmagnstruflanir eða mögulega langvarandi rafmagnsleysi.

Notendur eru beðnir um að spara rafmagn eftir megni.

Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt Rarik á Norðurlandi í síma 528 9690.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.