Ragnheiður Gröndal hefur sent frá sér nýtt lag sem ber heitið Jólin með þér.

Lagið verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Eins og titillinn gefur til kynna er þetta jólalag og fjallar það um þann einstaka blæ sem nánd okkar fær á jólunum. Það er þá sem við náum flest að stoppa tímann og upplifa það sem gleður okkur mest í lífinu. Við eigum bæði góðar minningar og sárar en einhvern veginn geta jólin gefið okkur stundir sem minna okkur á þakklætið bæði í gleðinni eða sorginni. 

Lag og texti er eftir Ragnheiði en útsetning og upptökustjórn er í höndum Guðmundar Péturssonar.

Lagið er gefið út af Alda Music og er nú komið Spotify og aðrar streymisveitur.

Lagið á Spotify