Nýlega barst eftirfarandi spurning frá lesanda í Spurt og svarað á Trölli.is.
Gísli Eiríksson hjá Vegagerðinni svaraði þessu fyrir okkur og þökkum við honum fyrir greinargott svar:
Rakinn er af tvennum orsökum.
- Annars vegar leka upp úr gólfi og úr lofti. Þetta var aðal rakavaldurinn, en nú hefur þetta verið lagað mjög mikið og er sennilega lítill hluti rakans
- Hins vegar þegar rakt heitt loft á sumardegi fer inn í göngin þá þéttist raki á köldum veggjum ganganna, mest á því svæði sem aðalalekinn er á bak við klæðingu. Þar er kaldasti hluti ganganna.
Það hefur nú ekki verið litið á raka sem mikið vandamál þó að hann sé hvimleiður. Það hefur ekki verið prófað kerfisbundið að blása það er bæði kostnaðarsamt, ekki er heldur víst það virki að blása hlýju röku loft inn í göngin, en það er eimitt í slíku veðri sem mesti rakinn myndast.
TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: AÐ HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.