Söngkonan RAVEN sendi frá sér EP plötu í vikunni. Platan heitir 229 og samanstendur af fimm lögum.
Það eru lögin Hjartað tók kipp, Not the Same, Half of me, Toxic og Maybe.

Leikið verður valið lag af plötunni í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla, alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Um höfundinn

RAVEN - Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir

Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir er ungur lagahöfundur og tónlistarkona sem hefur áður verið í hljómsveitinni White Signal og fer núna fyrir bandinu Náttsól ásamt því að gefa út sitt sólóefni undir nafninu RAVEN. Hún hefur áður gert það gott með lögunum Half of me, Toxic og Hjartað tók kipp sem naut mikilla vinsælda á öldum ljósvakans.



Platan 229 á Spotify

Flytjandi:: RAVEN
Heiti plötu:: 229 
Útgefandi:: Alda Music ehf.
Höfundur laga og texta:: Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir, f. 1997.